Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Aukaleikari í Lost

Mig langar að nota tækifærið og kynna moggabloggara nokkurn fyrir þeim hópi lesenda þessa bloggs sem ekki kannast þá þegar við hann. Moggabloggarinn hefur yljað mér og mörgum öðrum með skrifum sínum sem mörg eru svo úr tengslum við raunveruleikann að getur ekkert annað en fengið það á tilfinninguna að höfundur sé gjörsamlega týndur. Moggabloggari er nefndur frelsisson.

Kallinn skrifar nánast eingöngu um yfirburða knattspyrnuliðið Liverpool, heppnisliðið Manchester United og svo pólitík. Hann er alveg jafn týndur á öllum þessum vígstöðvum. Það er sennilega ekkert blogg sem mig langar að commenta á, en hann leyfir það víst ekki á sinni síðu. Hvet ég hann til þess að gera það hér með.

Langar til að koma með smá tilvitnun í eina af nýjustu færslum hans, þar sem hann bloggar um þá frétt sem ég bendi á hérna neðst. En í færslunni horfir hann raunsætt á knattspyrnustjóra Manchester United, Sir Alex Ferguson. Því einsog hann segir sjálfur, þá er frelsisson réttlátur, sanngjarn og eðlilegur í alla staði.

Hver man ekki eftir því þegar hann henti skónum í Beckham hérna um árið og allt varð snar bilað á milli þeirra og hver miðilinn á fætur öðrum flutti af þessu fréttir.

Kallinn er útbrunninn en hefur alltaf haft endalaust fé milli handanna og keypt sér titlana ár eftir ár. Nú er svo komið að fleiri hafa peninga og þá verður kallinn snar vitlaus.

Já, það eru fáir sem fá mig til að lesa bloggið sitt jafnmikið og hann frelsisson. Ástæðan er ekki sú að ég er ósammála honum hvert besta knattspyrnulið heims sé eða að ég sé ekki skoðanabróðir hans í pólitíkinni...heldur sú staðreynd að skrif hans eru bara frekar fyndin.


mbl.is Ferguson hafnar rifrildi við Rooney
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalfundur

 

 

Aðalfundur Golfklúbbsins Heimis 

 

Aðalfundur Golfklúbbsins Heimis verður haldin á 4. hæð klúbbhússins, miðvikudaginn 8. apríl 2009 kl. 21:30. Sem fyrr verða aðeins fullgildum meðlimum hleypt inn á fundinn. Fullgildir meðlimir eru minntir á að 12. hæðin er lokuð vegna viðgerða á salernisaðstöðu og dapurlegrar stærðar á sjónvarpi.

Dagsskrá fundarins er eftirfarandi:

21:30 Setningarræða formanns

21:45 Efnahagssreikningur klúbbsins kynntur af gjaldkera

22:00 Léttar veitingar

22:05 Lagabreytingar og önnur mál - sjá neðst

23:30 Skipan í nefndir

23:50 Formlegum fundi slitið

 

Lagabreytingar og önnur mál:

 

  1. Fyrirkomulag meistaramóts Golfklúbbsins Heimis, Midnight Classic Invitational
  2. Formaður Námskeiðsnefndar gerir grein fyrir námskeiðsleysi
  3. Önnur mál og tillögur 

 

Með góðri kveðju,

Ritarinn 


Áfram Hríslan

Jása, landsleikur í kvöld. Til í það. Hef lært það af biturri reynslu að vera ekki með neinar yfirlýsingar fyrir fótboltaleiki...þannig að ég ætla að standa við fyrri spá mína. 3-0, skotum í vil.

Annars er 1. apríl í dag, ég hef nú lagt það í vana minn að reyna að plata a.m.k. einn fjölskyldumeðlim á hverju ári...tekst mjög sjaldan. Ég held nú bara að mér hafi einu sinni tekist að láta einhvern hlaupa apríl og það var í menntó, þegar ég ætlaði að plata kennarann, en plataði óvart Unnar. Sagði að það væri að draga einhverja bíla sem væru ólöglega lagðir á MS planinu...Unnar hljóp út. Það var frekar fyndið.

Það munaði reyndar aðeins hjartahlýju Sindra Sverrissonar að ég myndi hlaupa apríl í dag. Mörðurinn talaði við mig á MSN kl. 00:40 í gærkvöldi og sagði að við þyrftum að fara uppá alþjóðaskrifstofu í dag til að fara yfir húsnæðismálin á umsókn okkar til Svíþjóðar. Ég kokgleypti við þessu, en þess má geta að ég fer ekki í skólann á miðvikudögum þannig að þetta hefði verið hin fullkomna lygi, en Sindri kallinn þorði ekki að láta þetta ganga í gegn. Meiri kallinn.

Var í skvassi áðan við Helga, skemmst er frá því að segja að við tókum þó nokkra leiki a.m.k. 7...vann þá alla. Police. Drullugaman að taka skvass, fara svo að lyfta eftirá. Fátt betra, svei mér þá. Næst þarf ég að vinna Jón og Bjössa...svo Ingva...svo the holy grail Róbertos Fannaros. That's right...I'm gunning you down bitch.

Annars eru bara síðustu próf mín sem bachelornemi við skólann framundan, vorið að detta inn sem þýðir aðeins eitt. útiboltatíð, það á eftir að vera sweet.  Sennilega síðasta fyllerí fyrir próf á fös, ef mér skjátlast ekki eru tvö partý sem maður þarf að velja á milli. Meltum það. Annars er það bara bjór á 350 kjellz á Zimsen...klárlega verður farið þangað.

Að endingu vill ég minna á aðalfund Golfklúbbsins Heimis, sem haldin verður í klúbbhúsinu næstkomandi miðvikudag, strax á eftir meistaradeildarmörkunum. Aðeins fullgildum meðlimum verður hleypt inn, að venju.

Það er bara þannig.


Meðlimir FKRÍ athugið: neyðarfundur á þriðjudag.

Meðlimir Félags Kannabisræktenda á Íslandi athugið, boðað er til neyðarfundar á þriðjudag í félagshúsinu kl. 20:00. Rætt verður um aðgerðir gagnvart lögregluofforsi síðustu daga og vikna.

Skúffukökur á boðstólnum í boði stjórnar.

kv,
stjórnin.


mbl.is Kannabis í Úlfarsárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að vanbúnaði.

Neibb, ekkert að vanbúnaði. Að útskrifast það er að segja. Ykkur að segja þá var nefnilega smá scare í gangi vegna þess að ég hafði ekkert mætt í stjórnun fyrirtækja. Sem væri allt í lagi ef hann væri einsog allir aðrir kúrsar í skólanum þar sem verkefnin eru unnin utan tímanna. En nei nei, þá er bara stóra verkefnið unnið jafnt og þétt í tímunum. Hvað á það að þýða? Allavega, tók bara Liverpool á þetta og vældi mig inní mótið. Er semsagt kominn inní hóp af nettu liði sem er langt komið með verkefnið, ætla ekkert að neita því að það var smá vandræðalegt þegar ég tróð mér inní hópinn, jú ég ætla að segja það, viðtalið við Völu Grand og Baldvin var ekki jafn vandræðalegt, anyway...
"já, þetta er Eymundur, hann er núna kominn í hópinn ykkar". *vandræðaleg þögn*. Ég veit ekki hvort ég má segja frá fyrirtækinu sem við(þau) eru búin að stofna, þannig að það kemur bara síðar.

Allt að gerast, landsleikjahlé framundan. Jolli Héð ekki í hópnum að vanda, heyrst hefur að hann hafi tekið útihlaup í fylki á þetta og skitið uppá bak gegn Færeyjum. Þurfum aðeins að ræða þetta félagi. Annars held ég að við töpum í skotlandi og það illa. 3-0 tap, málið dautt. Óli Jó verður svo í einhverju bulli í viðtalinu eftir leikinn, þetta mun gerast sjáiði til.

En úr einu í annað. Band of Brothers. Var að klára að horfa á það í 4. skiptið eða eitthvað, ég held svei mér þá að þetta séu vönduðustu þættir sem ég hef séð, á eftir Nonna sprengju auðvitað. Verð alltaf klökkur í síðasta þættinum...kallið mig væminn, en ég get ekkert að því gert. En eftir þessa rispu þá fór ég að hugsa, þessir gæjar voru alltaf í fremstu víglínu...á d-day og allar götur eftir það...mannsfallið í þessari deild var eitt það mesta í stríðinu, sjá vini sína skotna, missa lappirnar og eitthvað. Nei nei, fara svo heim til USA og BAMM!...kreppa. Hversu ógeðis er það? Og við vælandi hérna á skerinu vegna þess að við fáum ekki almennilega sumarvinnu. Annars hef ég alltaf verið heillaður af WW2 og hluti af mér hefur alltaf óskað þess að hafa tekið þátt í stríðinu...en ég hugsa að hin 97% af mér eru ansi fegin að ég hafi ekki gengið í gegnum þann hrylling sem þessir herramenn gengu í gegnum. Minnsta sem ég get gert er að henda inn mynd af alvöru köllunum sem Band of Brothers er um.

 

BOB

Það er bara þannig.


D-rasl.

Held að versti sólarhringur lífs míns hafi verið í gær. Eða, allavega versti dagur minn í langan tíma.

Ég semsagt hélt að ég væri að braggast af þessum veikindum mínum, nei nei...var með BULLANDI hita um nóttina og að því er virðist óráði, því mig dreymdi að ég væri Ólafur Ragnar Grímsson og að ég væri í Air Force One með Obama en við vorum báðir fáránlega veikir. Svo lagði einn CIA lífvörðurinn til að við myndum bara lenda í keflavík og að við myndum bara hvílast á Bessastöðum, því það var að því er virðist betri rúmaðstaða.

Jæja, svo vaknar maður um 7 leitið og eina sem ég hafði að hlakka til var Fulham-Man Utd, því ekki gat ég farið með félögunum í bústaðarferð útaf þessum bölvuðu veikindum. Nei nei...kemur ekki versti hálfleikur hjá Man Utd síðan ég byrjaði að fylgjast með knattspyrnu sem ég hef séð. Fokk hvað þetta var pirrandi.

Þessi dagur byrjaði hinsvegar betur...er allur að braggast. En það sem bíður mín hinsvegar eru dæmi í fjármálatölfræði og þegar þetta er skrifað er staðan 3-0 fyrir Liverpool þannig að þessi dagur stefnir einnig á að fara fjandans til.

Góðar tvær vikur fyrir Liverpool. En sem betur fer er landsliðsbreik á næsta leiti sem ætti að brjóta þetta aðeins upp. Deildin vissulega orðin jafnari, en held samt ennþá að við United menn tökum þetta.

Það er bara þannig.


Púllarar heppnir.

Góður dráttur fyrir púllara, enda virðast þeir spila best þegar þeir eru undirhundar, liggja til baka á útivöllum, sparka fram á gerrard og torres sem eiga að fá aukaspyrnu eða reyna að skora. Svo á heimavelli skora þeir mark á fyrstu 10 og slútta viðureigninni. Hvað sem því líður þá geta þeir allavega sýnt og sannað að þeir eru með "besta evrópuliðið".

Þetta er reyndar líka góður dráttur fyrir mína menn, augljóslega. Ættum nú að komast í gegnum Porto klakklaust, en þeir eru reyndar með hörkulið, en Villareal-Man Utd leikir eru alveg skelfilega leiðinlegir og Arsenal hafa oft reynst okkur erfiður ljár í þúfu.

Svo er líka annar ljós punktur í þessu. Benitez mun eflaust hvíla menn í deild fyrir leikina gegn Chelsea og svo í undanúrslitum (já, spái Liverpool áfram) enda slíkt álag á litla sæta hópinn hans Benna að þeir ættu að vera á yfirvinnulaunum.

Það er bara þannig.


mbl.is Liverpool og Chelsea mætast í Meistaradeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krap = keep rafa at pool

Ég er einnig í skýjunum með þessar fréttir. Svo lengi sem Benitez verður við stjórnvölinn hjá Liverpool, þá munu þeir ekki taka enska titilinn, fact!

Sá annaðhvort sky eða bbc taka saman nettó eyðslu Benna og bera saman við aðra stjóra og þar kom fram að hann hefur eytt að meðaltali 3m punda minna á sísoni en Ferguson síðan hann tók við. Hvað gerir hann svo í fjölmiðlum? Vælir yfir að þeir geti ekki keppt við önnur lið í eyðslu. Hann hefur reyndar náð mjög góðum árangri í CL, það efast enginn um það. En það er nú líka auðveldara að spila bara í einni keppni og ná árangri þar heldur en að vera með í öllum keppnum og gera alvarlega atlögu að öllum titlum. 

Til hamingju Liverpool menn nær og fjær. Titillinn fer ekki á merseyside næstu fjögur árin...nema að Everton taki þetta bara...minn peningur færi allavega frekar þangað.


mbl.is Dalglish í skýjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm háskólagráður!

Jæja, þá er maður búinn að fylla út umsókn fyrir skiptinám í Háskólanum í Lundi. En sú staðreynd að maður sé að fara þangað svona fékk mig til að byrja bloggið aftur...koma þessu í almennilega í gang fyrir Sverige. Það og ég er ógeðis veikur og hafði gjörsamlega ekkert að gera. En aftur að máli málanna.

Stefnir allt í að við förum þrír saman félagarnir, ég, Sindur "badass" Sverriss og Kúnta "Clouseau" Kinte. Við kjeppz erum farnir að skima eftir leiguhúsnæði þarna í Lundi enda þýðir ekkert að vera með einhverju heimsku liði í svona Dormi þar sem án gríns er gert ráð fyrir svefnfriði kl. 22:00. Ó sei sei nei. Við erum nefnilega þegar komnir með eina reglu, ,Challenge Night síðasta föstudaginn í hverjum mánuði. Einfalt, förum í bæinn og störtum áskorunum á hvern annan. Við tókum einmitt slíkt kvöld um síðustu helgi þar sem menn fóru á kostum. 

Besta áskorun kvöldsins fólst í því að gefa frá sér einhverja peysu sem við fundum á gólfinu við hliðina á básnum okkar. Peysan var augljóslega fyrir kvenfólk og var eitthvað af hárum á henni og svona, en leit samt ekkert skelfilega út. Sindri fór fyrstur og hann þurfti að tala við fyrirfram ákveðna stelpu, köllum hana x, og segja x að kærastan hans hefði sagt honum upp fyrr um daginn en þetta hafi einmitt verið afmælisdagurinn hennar og að peysan sem hann var með átti að vera gjöfin til kærustunnar og að hann vildi gefa x peysuna vegna þess að hún minnti sig á kærustu sína. Skemmst er frá því að segja að þetta mistókst og Sindri kom ekki peysunni út. En þá fór kúntan á kreik. Við sögðum honum að tala við ákveðna stelpu, sem sat á sex stelpna stelpuborði. Samtalið var einhvernveginn á þessa leið:

K: Heyrðu, fyrirgefðu
X: I'm sorry, I'm from America, I don't speak Icelandic.
K: oh, ok...erm, here's the thin...my girlfriend broke up....(segir söguna).
Hérna voru allar stelpurnar á borðinu farnar að fylgjast með Kúntunni.
X: oh no, that's terrible, your girflfriend is vera mean...but I couldn't take the sweater.
K: ok, maybe she broke up with me because I bought this *segir með fýlureiðisrödd* crappy 5000kr sweater.
x: no no, It's a lovely sweater *tekur peysuna og svona...hálffaðmar hana að sér* your girlfriend is just mean for breaking up with you. I'll take the sweater.
x: tell you what, why don't you sit with us and we'll buy you a beer.
k: no, thank you, but my friends are over there waiting for me...and I just want to sit and drink with them. Thank you, and bye.

Nú kom knútur til okkar og við þurftum að þykjast hugga hann ekki bara gefa honum five einsog fávitar og hvað haldið þið. Bandaríska gellan fer sérferð á barinn, kaupir bjór handa kúntunni og kyssir hann á kinnina. Jebb, a worlds first, stelpa að kaupa drykk handa gaur. Drengir allra landa hlýðið á....WE CRACKED THE CODE! Eina sem þarf er subbuleg peysa og heimsk saga.

Lund funfact #1: Dalvík er systurbær Lundar
Lund funfact #2: Sebastian Granqvist (1774-1841), járnsmiður í Lundi, fann upp skófluna einsog við þekkjum hana í dag.

Feikinóg í bili.

p.s. önnur funfactin er lygi....


Back in the game.

Jebbs, vegna fjölda áskorana og mögulegra atburða í lífi mínu hef ég ákveðið að blogga aftur. 

Þetta blogg verður ekki alveg í sama anda og gamla síðan. Enda er maður orðinn annað og þroskaðra epli heldur en á menntaskólaárunum, það er nú bara þannig. Kannski aðeins meiri pólitík og svona leiðindi í þessu, en það er nú bara þannig.

Comment eru vel liðin, svo lengi sem menn láta nafn sitt fylgja.


« Fyrri síða

Höfundur

Eymundur Sveinn Leifsson
Eymundur Sveinn Leifsson

Fátækur námsmaður að súpa seiðið af falli og glapræði frjálshyggjunar.

Comment eru vel liðin, hinsvegar verður öllum dónaskap eytt sem og commentum undir nafnleynd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband