Leita í fréttum mbl.is

Lífið meikar sens aftur.

Því að ég er búinn með sjúkraprófið í iðnaðartölfræðinni. Heyrst hefur að Steinþór Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar hafi einnig verið í prófinu, en ólíkt mér, þá skeit hann á sig. En já, síðustu tvær vikur hafa bara farið í þetta, að læra, borða og sofa. Svo þegar maður er að taka sér pásur þá hafa þær farið í FIFA Ultimate Team. En þar sem maður er farinn að vinna og mun taka helling af kvöldvöktum í sumar þá mun maður blogga hérna um allt og ekker. Þannig að Sindri, eini lesandi þessa bloggs, þarf ekki að örvænta. 

Annars er það helsta að frétta að grundvöllurinn fyrir þessu bloggi virðist vera að deyja, það er Svíaferð okkar Barónana virðist ætla að detta uppfyrir, vegna ástæðna sem ég nenni ekki að telja upp hér. Sorrý Eyjó. Þannig að maður er bara að fara í master í iðnaðarverkfræðinni hérna heima...þannig að maður er farinn að leita sér að leiguhúsnæði, það er bara þannig. Ekki verður upplýst að svo stöddu hver verður minn roomie, en það er enn opið fyrir umsóknir. 

Desinn fær reyndar ekki að sækja um, því hver sem hann er kom með athugasemd sem var særandi og er hann hér með á gulu spjaldi. Aðallega fyrir að commenta ekki undir nafni, þekki engan Desa.

Ætla að segja þetta gott í bili, en kem með listann yfir bestu hamborgarana sem ég hef smakkað á morgun eða hinn. Þá er búið að bætast í celebslistann minn (skáletraðir).

Björgvin Páll Gustavsson - í Hagkaupum í skeifunni. Hann var að fá sér pastabakka...um að gera kolvetna sig upp fyrir landsleikina.

Júlíus Brjánsson - í Byko. Hann var að kaupa sér skrúfur og bugður með beikoni (lol). Hver man ekki eftir honum sem ríka eiginmanninum í fastir liðir einsog venjulega. Legendary stöff.

Sigmundur Ernir Rúnarsson - í Básum. Var nokkrum básum frá honum og ég get reportað ykkur að sveiflan hans er engu betri en skarðið sem hann skilur eftir sig á fréttastofu stöðvar 2

Jóhanna Sigurðardóttir - Lessa Íslands og Icesave drottning. Sá hana rölta inná Laugardalsvöll fyrir Ísland-Holland. Kannski á gráu svæði að telja hana í listann, en mér finnst þetta sleppa. Hversu slakur var sá leikur samt?

Raggi Bjarna - Sá hann á bensínstöð að fylla á ameríska drekann sinn. Ræða stærðina á þeim bíl eitthvað? Megið giska á hvaða bensínstöð þetta var og megið líka gera ráð fyrir að hann hafi verið að fylla á bílinn með hangandi hendi.

 

Það er bara þannig

P.S. Top Gear hefst á sunnudaginn....jeeeeeesús hvað ég get ekki beðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að ég toppi celeb listann þinn og þar sem ég er ekki með neitt blogg þá "blogga" ég bara um það hérna hjá þér. Ég var sem sagt í holli með Sigurði nokkrum Sveinssyni handboltakappa, húmorista og Þróttara ef mér skjátlast ekki. Reyndu að toppa þetta í sumar.

Formaðurinn (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:36

2 identicon

Þetta er bara rugl dómari. Auðvitað sá maður Jóhönnu á Laugardalsvelli, ég segi að það teljist ekki með þar sem hún var að sinna skyldustörfum. Ánægður annars með fögur loforð um tíðari færslur.

Sindri (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 15:27

3 identicon

Gríðarleg vonbrigði að þið séuð hættir við að koma hingað út.

En talandi um celeb þá sá ég engan annan en Staffan "Faxa" Olsson á vappinu hérna um daginn.  Maðurinn sem Íslendingar elska að hata.

 Áfram blogg.

Eyjó (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eymundur Sveinn Leifsson
Eymundur Sveinn Leifsson

Fátækur námsmaður að súpa seiðið af falli og glapræði frjálshyggjunar.

Comment eru vel liðin, hinsvegar verður öllum dónaskap eytt sem og commentum undir nafnleynd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband