Leita í fréttum mbl.is

Long time no see.

Getið kennt Eyjó um það. Hann reddaði Ultimate team fyrir mig...eitthvað sem ég er búinn að spila einsog ljónið....en maður þarf semsagt að spila yfir netið og þar af leiðandi ekkert netsamband fyrir tölvuna mína (ekki koma með heimsk comment um þráðlaust net...það bara næst ekki hérna niður til mín).

Ég er hinsvegar búinn að hugsa um að blogga í svona viku, en þannig er mál með vexti að ég er að fara í sjúkrapróf í næstu viku og hef því haft nægan tíma til að hugsa. En ég ætla að kickstarta sumarlöngum lið hérna á blogginu á eftir, en kem að því seinna. Maður er aðeins farinn að kíkja í golfið aðallega í bása samt en er búinn að fara einn hring á Akranesi og einn á litla vellinum í Hafnarfirði...við í golfklúbbnum heimi höfum haft það að sið að fá okkur pulsu eftir golfhring og þegar ég var að kjammsa á einni slíkri um daginn fór ég að hugsa um hvað væri besta pulsan sem ég hef fengið. Þetta er jú þjóðarréttur okkar íslendinga og þær eru mismunandi einsog þær eru margar. Ég ætla því að koma með topp fimm lista yfir bestu pulsurnar sem ég hef fengið, einsog tölurnar gefa til kynna er talið í öfugri röð.

PULSULISTINN

5. Baconvafin með kartöflusalati, sterku sinnepi og chilli-tómatsósu á select við smáralind...klukkan er ca. 03:30. Maður púllar þessa stöku sinnum á sumri, því í þessari pulsu felst að maður er búinn að taka 18 holu miðnæturgolf í Hafnarfirðinum með Golfklúbbnum Heimi. Maður er alltaf í góðu skapi og svangur því þær eru afleiðingarnar af slíku golfi í góðra vina hópi   

4. Grilluð-Frönsk á pulsuvagninum í laugardal. Til að þessi sé ómótstæðileg þá er gjörsamlega krúsjal að hafa tekið pottinn í laugardalslauginni, helst með brjósgóðri dömu...en pottur eftir bolta með félögunum er einnig mjög gott. 

3. Djúpsteikt á Skalla í ártúnsbrekkunni, með papríku og hvítlaukssósu undir og bráðnum osti og season-all yfir. Mikilvægt að spara þessa, taka hana sjaldan því í þau fáu skipti sem maður gúffar þessa þá er bráðnar hún í munni.

2. Baconvafin með kartöflusalati, sterku sinnepi og chilli-tómatsósu á select í ártúnsbrekkunni...drykkur með er pepsí-twist. Það að drykkurinn sé pepsí-twist er krúsjal því þetta er pulsucomboið sem við Gunni Gísl (ásamt fleirum) fengum okkur alltaf á Select eftir sigurleik í reykjavíkurmóti, þegar spilað var í Egilshöllinni. Það er því um sigurpulsu að ræða og það er bara þannig að pulsurnar smakkast betur þegar maður er með þrjú stig í pokahorninu.

1. Besta pylsa á íslandi og í heimi fæst í Vestmannaeyjum. Það er bara þannig. Söluskálinn ber nafnið Tvisturinn og við erum að tala um djúpsteiktan akureyring. Það er semsagt djúpsteikt pulsa með bráðnum osti og season-all yfir, frönskum og hamborgarasósu undir. Mann dreymir um þessa pylsu. Bestu kringumstæður eru þær að mæta þarna rétt fyrir lokun eftir að hafa staðið úti að stjórna 6. flks pollum á Shellmótinu allan liðlangan daginn og að hitta á þjálfara Fjölnis og hrauna yfir þá vegna þess að við unnum þá í átta-liða úrslitum. Hvet ég eina lesanda þessa bloggs (íþróttafréttamanninn að spyrja Rafn Andra Haraldsson eftir næsta þróttaraleik hvaða pulsa sé sú besta á landinu...spái að hann verði sammála mér)

Seinna kem ég svo með burger-listann og jafnvel báta-listann.

Að endingu langar mig að starta hér dagskrárlið...sem reyndar eins ómerkilegur og hann getur orðið...upptalning á þeim celebs sem ég spotta í sumar og hvar ég sé þau. Spurning hvort við Sindri förum í keppni? Ég ætla nottla ekki að telja upp þá fótboltaleikmenn sem ég sé á vellinum eða þá Þróttara sem ég er alltaf að sjilla með uppí stúku. Semsagt, ætla ekki að telja upp þá celebs sem ég sé í þeirra náttúrulega umhverfi. Er búinn að spotta þrjá það sem af er:

Björgvin Páll Gustavsson - í Hagkaupum í skeifunni. Hann var að fá sér pastabakka...um að gera kolvetna sig upp fyrir landsleikina.

Júlíus Brjánsson - í Byko. Hann var að kaupa sér skrúfur og bugður með beikoni (lol). Hver man ekki eftir honum sem ríka eiginmanninum í fastir liðir einsog venjulega. Legendary stöff.

Sigmundur Ernir Rúnarsson - í Básum. Var nokkrum básum frá honum og ég get reportað ykkur að sveiflan hans er engu betri en skarðið sem hann skilur eftir sig á fréttastofu stöðvar 2

 

Gott í bili?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég er til í þessa keppni. Ég er ekkert að fara að toppa Júlla Brjáns alveg strax en ég sá Ívar Guðmunds í gær. Hann spilaði striker í einhverjum utandeildarleik og gaf boltann núll sinnum (staðfest). Sá svo Hemma Hreiðars fyrir algjöra tilviljun á bókhlöðunni, ekki reyna að segja mér að það sé hans náttúrulega umhverfi.

En þessi paprikupulla á Skalla er bara rugl. Hún er stórhættuleg.

Sindri (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 04:07

2 Smámynd: Eymundur Sveinn Leifsson

Ívar Guðmunds er borderline celeb. Svo vita allir að Hemmi Hreiðars er að reyna púlla Óla Stef á þetta...ætlar að vera heimspekilegi fyrirliðinn. Hélt að íþróttafréttamenn ættu að vita þetta.

Eymundur Sveinn Leifsson, 6.6.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eymundur Sveinn Leifsson
Eymundur Sveinn Leifsson

Fátækur námsmaður að súpa seiðið af falli og glapræði frjálshyggjunar.

Comment eru vel liðin, hinsvegar verður öllum dónaskap eytt sem og commentum undir nafnleynd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband