Leita í fréttum mbl.is

Feiti dvergurinn heldur áfram að væla

Sannleikurinn er samt einfaldur. Hann er að reyna að beina athyglinni að eyðslu Man Utd vegna þess að hann hefur sjálfur eytt gríðarlegu fjármagni í leikmenn síðan hann kom til Liverpool, þannig getur hann "afsakað" eyðslu næsta sumar, eyðslu sem Ferguson var búinn að spá fyrir um.

Maður er búinn að sjá ýmsar samantektir á eyðslu þessara stjóra. Ég sá eina á bbc í þættinum Match of the day þar sem niðurstaðan var sú að Benitez hefur eytt talsvert meira en Ferguson í leikmenn, en nettó-eyðsla Ferguson er þó meiri, eða sem nemur 3m punda á sísoni. Liverpool maðurinn James Ducker tók einnig samantekt fyrir breska blaðið Times. Þar kom eftirfarandi fram:

£221.95m: Manchester United’s gross spend on transfers (£147.90 million net) since June 2004, when Rafael Benítez was appointed Liverpool manager, up to and including January 2009 transfer window

£212.60m: Liverpool’s spending (£111.39 million net) during same period

Það er auðvitað aldrei hægt að meta þetta þannig að nákvæmt sé, því stundum gefa liðin ekki upp verðin á leikmönnum, þá er alltaf spurning hvort t.d. Carrick var keyptur á 14m eða 18m (skv. því sem maður las var hann keyptur á 14m og með 4m frammistöðu- og árangursbundið). En gefum okkur að hann James kallinn hafi rétt fyrir sér (sjálfur tek ég meira mark á BBC). Þá munar semsagt þessu, rétt rúmum 9m punda. Ekki er það nú mikið í nútíma knattspyrnu, sérstaklega þegar þetta spannar 5 tímabil.

En áður en bitrir liverpool aðdáendur þessa lands missa hérna legvatnið og benda á mismuninn í nettóeyðslu mannanna. Það má líta á leikmennina sem fyrir eru sem fasta fjármuni hjá fyrirtækinu sem klúbburinn er. Það eru verðmæti í þessum leikmönnum og það er ekki einsog hann hafi neyðst til að selja einhvern stórfisk til að fjármagna annan eða fleiri fiska. Staðreyndin er sú að hann tók við meistaradeildarliði með nóga fjármuni á milli handana og hann náði sínum besta árangri með það lið sem hann átti minnstan þátt í að mynda, liðinu sem hann tók við tímabilið 2004/2005. 

Spurning um að hann hætti að væla einsog smábarn og fari bara að vinna vinnuna sína, sem hann hefur þrátt fyrir allt gert með ágætum að mínu mati, hann er bara soldið einsog Bubbi, fjárfesti vitlaust. 

 

 


mbl.is Benítez hyggst setja eyðslumet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvað kemur þetta mál Össuri Skarphéðinssyni við??

Guðmundur Björn, 20.5.2009 kl. 20:03

2 Smámynd: Eymundur Sveinn Leifsson

Össur er kannski hinn íslenski feiti dvergur, en Benitez er sá spænski. Voðalega sniðugt komment samt hjá þér.

Eymundur Sveinn Leifsson, 20.5.2009 kl. 20:24

3 identicon

Allgjört væl í honum , já týpískt bera saman eyðsluna við manutd .

Held að vandamálið sé ekki að það vanti leikmenn, hann er bara ekkert að standa sig í að fá liðið að vinna saman í þessum smáu leikjum.

Þeir geta verið að vinna manutd , chelsea , arsenal, síðan þegar það kemur að liðunum neðra í deildinni, þá fer allt í flækjur. 

Held hann ætti bara að segja af sér og hætta þessu væli, hann er búinn að fá nóg af tíma til að koma liðinu áfram.

En áfram Manutd, Feginn manutd fan, væti ekki hvar ég væri ef ég héldi með liði eins og liverpoool, lífið væri eintómt þunglyndi helgi eftir helg. :)

Sigurdur (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 20:41

4 identicon

Útskýrðu endilega hvernig 40.000.000£ nettó eyðsla manutd umfram Liverpool á síðustu 2 tímabilum sannar ekki það sem Benitez hefur verið að segja.

Rúnar G (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:43

5 identicon

Hann er væntanlega að tala um launatekjur með... það er ekki nóg að kaupa leikmenn, það þarf að greiða þeim laun líka.

Sverrir H. (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 21:43

6 Smámynd: Eymundur Sveinn Leifsson

Rúnar G. Í fyrsta lagi, þá er þetta 36m punda yfir fimm tímabil. Það gera rúmar 7m punda á tímabili. Þá benti ég á að hann hafi ekki þurft að selja sína bestu leikmenn til að fjármagna kaupin á öðrum leikmönnum. Ef hann seldi gaura, þá var það vegna þess að þeir voru ekki í hans plönum. Ekki satt? Svo er hann að segja að man utd hafi eytt meiri pening en Liverpool, sem er rétt m.v. liverpool manninn hjá Times en rangt miðað við BBC. Í besta falli er munurinn hverfandi, hvorn veginn sem er. Í öðru lagi, þá eru þessi Nettó-mismunur reiknaður útfrá Liverpool-gæja, sem persónuleg finnst mér ótrúverðugt.

Sverrir H. Kann að vera rétt hjá þér. Ég ætla ekkert að vera draga úr eyðslu Man Utd í laun og kaup. En þegar öllur er á botninn hvolft þá er man utd sannarlega sjálfbær klúbbur öll hans auðævi hafa verið sköpuð af honum sjálfum, hann er meira að segja farinn að borga ofurlán eigenda sinna. Hver er þá tilgangurinn með að væla yfir þessu? Eiga Man Utd að sleppa því að eyða peningum í leikmenn?

Eymundur Sveinn Leifsson, 20.5.2009 kl. 22:12

7 identicon

Er poolari, en ekki aðdáandi Rafa.  Verð samt að benda á einfalda staðreynd sem menn virðast gjarnan gleyma, hvar í flokki sem þeir standa.  Þegar að Rafa kallinn byrjað var hann með rétt rúmlega miðlungslið í höndunum (3-4 alvöru leikmenn), til að komast upp á sama plan og ManU, meistara lið að styrkleika á þeim tíma þá hefði hann þurft að eyða MEIRU en SAF, það liggur í hlutarins eðli.  Annar þurfti að byggja upp því sem næst heilt lið, hinn að sinna viðhaldi á góðu liði.  Núna eru liðin komin á svipað ról, það skiptir bara máli hvað gerist héðan í frá, núna er þetta að verða að samkeppni, loksins segi ég, því mér er slétt sama um hin liðin.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 01:41

8 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Áttu við að hann hafi náð betri árangri 2004-2005 af því Liverpool unnu Meistaradeildina? Því liðið náði ekki betri árangri í úrvalsdeildinni það árið ...

@Sigurður hér að ofan: svo þér finnst Benítez búinn að fá nægan tíma með Liverpool? Hann er samt bara búinn að stýra klúbbnum í 5 tímabil, en það tók Sir Alex 6 tímabil að landa almennilegri dollu. Jafn illa skrifandi menn og þú ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja orð í belg á opinberum vettvangi.

Jón Agnar Ólason, 21.5.2009 kl. 02:31

9 identicon

Það láta allir eins og Manchester United liðið frá því 2005 hafi verið full skapað meistaralið sem vann allt og alla. Man fólk eftir því þegar Rio og Oshei spiluðu miðju með Richardson á kantinum? Það er alls ekki langt síðan fólk vildi að Ferguson myndi segja af sér því liðið var ekki að ná árangri og var illa mannað. Tala nú ekki um upprisu Chelsea á því tímabili. Ferguson hefur þurft að byggja um jafn mikið og Benitez en munurinn er sá að hann staðið sig betur en Benitez í þeim efnum, eins og taflan sýnir svo glögglega!

Tryggvi Rafn (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 07:58

10 Smámynd: Eymundur Sveinn Leifsson

Björn. Ég er nú ekki sammála þér að liðið hafi verið rétt rúmlega miðlungslið, það var þrátt fyrir allt í meistaradeildinni og það sýndi sig glögglega að með örfáum góðum kaupum (Luis Garcia og Alonso) þá unnu þeir meistaradeildina. Annars er ég sammála því að hann sé ekkert búinn að fá nógan tíma með liðið, einsog Jón og allir púllarar benda á þá tók sir Alex 6 ár að vinna deildina. Svo eyddi hann meiru samkvæmt bbc...

Jón. Já, meinti meistaradeildarsigurinn. 

Eymundur Sveinn Leifsson, 21.5.2009 kl. 10:24

11 identicon

"Í öðru lagi, þá eru þessi Nettó-mismunur reiknaður útfrá Liverpool-gæja, sem persónuleg finnst mér ótrúverðugt."

Hvaða útreikningar nákvæmlega eru það sem eru ótrúverðugir?

Rúnar G. (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 10:59

12 Smámynd: Eymundur Sveinn Leifsson

Rúnar. Lestu aftur færsluna. Einsog ég hef margoft tekið fram þá tók bbc þetta einnig saman og fengu annað út. Hvers vegna fær James hjá Times ekki það sama út og þeir hjá BBC? Einsog ég benti á í færslunni, þá stafar munurinn sennilega á því að kaupverð er ekki alltaf gefið upp. Þá er hægt að rökræða um hvort Carrick var keyptur á 14m eða 18m. 

Eymundur Sveinn Leifsson, 21.5.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eymundur Sveinn Leifsson
Eymundur Sveinn Leifsson

Fátækur námsmaður að súpa seiðið af falli og glapræði frjálshyggjunar.

Comment eru vel liðin, hinsvegar verður öllum dónaskap eytt sem og commentum undir nafnleynd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband