Leita í fréttum mbl.is

Áfram Hríslan

Jása, landsleikur í kvöld. Til í það. Hef lært það af biturri reynslu að vera ekki með neinar yfirlýsingar fyrir fótboltaleiki...þannig að ég ætla að standa við fyrri spá mína. 3-0, skotum í vil.

Annars er 1. apríl í dag, ég hef nú lagt það í vana minn að reyna að plata a.m.k. einn fjölskyldumeðlim á hverju ári...tekst mjög sjaldan. Ég held nú bara að mér hafi einu sinni tekist að láta einhvern hlaupa apríl og það var í menntó, þegar ég ætlaði að plata kennarann, en plataði óvart Unnar. Sagði að það væri að draga einhverja bíla sem væru ólöglega lagðir á MS planinu...Unnar hljóp út. Það var frekar fyndið.

Það munaði reyndar aðeins hjartahlýju Sindra Sverrissonar að ég myndi hlaupa apríl í dag. Mörðurinn talaði við mig á MSN kl. 00:40 í gærkvöldi og sagði að við þyrftum að fara uppá alþjóðaskrifstofu í dag til að fara yfir húsnæðismálin á umsókn okkar til Svíþjóðar. Ég kokgleypti við þessu, en þess má geta að ég fer ekki í skólann á miðvikudögum þannig að þetta hefði verið hin fullkomna lygi, en Sindri kallinn þorði ekki að láta þetta ganga í gegn. Meiri kallinn.

Var í skvassi áðan við Helga, skemmst er frá því að segja að við tókum þó nokkra leiki a.m.k. 7...vann þá alla. Police. Drullugaman að taka skvass, fara svo að lyfta eftirá. Fátt betra, svei mér þá. Næst þarf ég að vinna Jón og Bjössa...svo Ingva...svo the holy grail Róbertos Fannaros. That's right...I'm gunning you down bitch.

Annars eru bara síðustu próf mín sem bachelornemi við skólann framundan, vorið að detta inn sem þýðir aðeins eitt. útiboltatíð, það á eftir að vera sweet.  Sennilega síðasta fyllerí fyrir próf á fös, ef mér skjátlast ekki eru tvö partý sem maður þarf að velja á milli. Meltum það. Annars er það bara bjór á 350 kjellz á Zimsen...klárlega verður farið þangað.

Að endingu vill ég minna á aðalfund Golfklúbbsins Heimis, sem haldin verður í klúbbhúsinu næstkomandi miðvikudag, strax á eftir meistaradeildarmörkunum. Aðeins fullgildum meðlimum verður hleypt inn, að venju.

Það er bara þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, ekki var þetta nú nein frægðarför til Skotlands en skemmtilegur leikur.

Það væri svo gaman ef við gætum náð einum skvass-leik við tækifæri. Vill nefnilega þannig til að ég er víst undrabarn í badmintoni og trúi ekki öðru en að ég sé liðtækur í skvassi líka.

Sindri (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 01:42

2 identicon

Ég treysti því að ritarinn setji út almennilega tilkynningu með dagskrá fundarins svo löglega sé til fundarins boðað.

Formaðurinn (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 12:28

3 Smámynd: Eymundur Sveinn Leifsson

Já, biðst forláts á þessu hjá mér. Það var vissulega óþarfi að stytta mér leið með því að boða til fundarins svona í annarri færslu.

Og sindri...til í skvass. Nefndu bara tímann.

Eymundur Sveinn Leifsson, 2.4.2009 kl. 14:38

4 identicon

Já ég fæ að koma með í badminton strákar ef þið farið e-ð núna í apríl... :)  The Holy Grail hlýtur að massa badmintonið líka

Robbi (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eymundur Sveinn Leifsson
Eymundur Sveinn Leifsson

Fátækur námsmaður að súpa seiðið af falli og glapræði frjálshyggjunar.

Comment eru vel liðin, hinsvegar verður öllum dónaskap eytt sem og commentum undir nafnleynd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband