Leita í fréttum mbl.is

Aukaleikari í Lost

Mig langar að nota tækifærið og kynna moggabloggara nokkurn fyrir þeim hópi lesenda þessa bloggs sem ekki kannast þá þegar við hann. Moggabloggarinn hefur yljað mér og mörgum öðrum með skrifum sínum sem mörg eru svo úr tengslum við raunveruleikann að getur ekkert annað en fengið það á tilfinninguna að höfundur sé gjörsamlega týndur. Moggabloggari er nefndur frelsisson.

Kallinn skrifar nánast eingöngu um yfirburða knattspyrnuliðið Liverpool, heppnisliðið Manchester United og svo pólitík. Hann er alveg jafn týndur á öllum þessum vígstöðvum. Það er sennilega ekkert blogg sem mig langar að commenta á, en hann leyfir það víst ekki á sinni síðu. Hvet ég hann til þess að gera það hér með.

Langar til að koma með smá tilvitnun í eina af nýjustu færslum hans, þar sem hann bloggar um þá frétt sem ég bendi á hérna neðst. En í færslunni horfir hann raunsætt á knattspyrnustjóra Manchester United, Sir Alex Ferguson. Því einsog hann segir sjálfur, þá er frelsisson réttlátur, sanngjarn og eðlilegur í alla staði.

Hver man ekki eftir því þegar hann henti skónum í Beckham hérna um árið og allt varð snar bilað á milli þeirra og hver miðilinn á fætur öðrum flutti af þessu fréttir.

Kallinn er útbrunninn en hefur alltaf haft endalaust fé milli handanna og keypt sér titlana ár eftir ár. Nú er svo komið að fleiri hafa peninga og þá verður kallinn snar vitlaus.

Já, það eru fáir sem fá mig til að lesa bloggið sitt jafnmikið og hann frelsisson. Ástæðan er ekki sú að ég er ósammála honum hvert besta knattspyrnulið heims sé eða að ég sé ekki skoðanabróðir hans í pólitíkinni...heldur sú staðreynd að skrif hans eru bara frekar fyndin.


mbl.is Ferguson hafnar rifrildi við Rooney
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frelsisson er Móses okkar Liverpool manna. Orð hans eru lög!!

Knútur (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 19:37

2 identicon

Menn farnir að huga að nýrri færslu?

Sindri (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 13:38

3 identicon

Ekki kasta athugasemdum úr glerbloggi Sindri minn því þú skuldar sjálfur eina góða færslu.

 P.s mæli með að næsta ruslpóstvörn verði: "What is the stochastic differential for X(t) = sinW(t), where W(t) is a Brownian motion? "  

Knútur (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eymundur Sveinn Leifsson
Eymundur Sveinn Leifsson

Fátækur námsmaður að súpa seiðið af falli og glapræði frjálshyggjunar.

Comment eru vel liðin, hinsvegar verður öllum dónaskap eytt sem og commentum undir nafnleynd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband