17.4.2009 | 23:18
Krókurinn hér, hvar og hvenær sem er...
...ég er kominn í gamla formið?
12 dagar síðan síðasta færsla leit dagsins ljós...uss. Þetta er bara á einsog á gamla blogginu maður...kósý stemning...færsla aðra hverjar sumarsólstöður. Ánægður með Knút og Sindra...ekki kasta kommentum út úr glerbloggi..haha. Strákarnir að birllera í fjármálatölfræði hjá kennaranum sem kvittar undir tölvupósta með nafninu Freyzi, hvaða háskólakennari setur Z (skemmtilegt) í nafnið sitt...án gríns. En þess má geta að pabbi Freyza kenndi manni Líkindareikning og Tölfræði á fyrsta ári. Hversu lítið langar mig að lenda í kvöldverðssamræðum við þessa ágætu feðga.
Tæknitröllið Eyjólfur Héðinsson hafði samband við mig um daginn. Kvaðst vera í vandræðum með "rauðu og grænu línurnar undir orðunum í word". Hann vantaði hjálp. Þess má geta að viðurnefnið tæknitröll hefur með þessa hluti að gera, en ekki boltann. Svo maður hjálpaði drengnum með þetta og um leið og þetta var komið, þá er hann bara rokinn. Manni leið einsog ódýrri hóru. Hann sagði reyndar áður en hann fór að hann myndi kommenta á bloggið ef ég myndi byrja að blogga einsog maður. Hvað á það að þýða? Svona menn sko. Drulla uppá hnakka á móti Rógva Jakobssen í Kórnum og segja svo eitthvað svona. Blogga einsog maður...pff. Blæs á þetta.
Hverja eiga Liverpool um helgina? Æjá...dottnir út úr keppninni. Hmm...þið eruð líka nýdottnir útúr annarri keppni ekki satt? Vá maður...úr hversu mörgum keppnum eruð þið eiginlega dottnir? Jæja...það verður bara að hafa það. Takið bara deil...HAHAHA...ég gat ekki einu sinni skrifað þetta. (7-9-13 *bankar í við*)
Að síðustu vil ég benda hérna á fyrirtækið mitt. www.peysanmin.com Sérprjónaðar peysur á verði sem mætti halda að sé síðan maður gat keypt bland í poka fyrir hundrað kall. Ekki nóg með það að þær séu sérprjónaðar á þig...heldur færðu peysuna senda upp að dyrum.
Það er bara þannig.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar peysur lúkka aðeins of vel.
Ánægður með nýja færslu, þú ert að standa þig.
Sindri (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 01:27
Heyrðu, gaman að þessu. Það var samt ekki ætlunin að láta þér líða eins og ódýrri hóru og biðst ég afsökunar á því. Þurfti bara að redda þessu einn, tveir og bingó, því að Beibí þurfti að skila einhverju verkefni. Næst þegar ég spjalla við þig á msn, þá skal ég láta þér líða eins og rándýrri hástéttarmellu.
Og já, þetta Færeyjargrín er ekki að gera sig. Þetta er eins og hnífsstunga í hjartað, salt í sárið, typpi í rass. Óþarfi.
Eyjó (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 12:35
Hahaha...þú veist hvernig ég tek á svona mönnum einsog þér. Þýska aðferðin. Brjóta fyrst niður...og byggja svo aftur upp.
Eymundur Sveinn Leifsson, 18.4.2009 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.