22.3.2009 | 16:49
D-rasl.
Held að versti sólarhringur lífs míns hafi verið í gær. Eða, allavega versti dagur minn í langan tíma.
Ég semsagt hélt að ég væri að braggast af þessum veikindum mínum, nei nei...var með BULLANDI hita um nóttina og að því er virðist óráði, því mig dreymdi að ég væri Ólafur Ragnar Grímsson og að ég væri í Air Force One með Obama en við vorum báðir fáránlega veikir. Svo lagði einn CIA lífvörðurinn til að við myndum bara lenda í keflavík og að við myndum bara hvílast á Bessastöðum, því það var að því er virðist betri rúmaðstaða.
Jæja, svo vaknar maður um 7 leitið og eina sem ég hafði að hlakka til var Fulham-Man Utd, því ekki gat ég farið með félögunum í bústaðarferð útaf þessum bölvuðu veikindum. Nei nei...kemur ekki versti hálfleikur hjá Man Utd síðan ég byrjaði að fylgjast með knattspyrnu sem ég hef séð. Fokk hvað þetta var pirrandi.
Þessi dagur byrjaði hinsvegar betur...er allur að braggast. En það sem bíður mín hinsvegar eru dæmi í fjármálatölfræði og þegar þetta er skrifað er staðan 3-0 fyrir Liverpool þannig að þessi dagur stefnir einnig á að fara fjandans til.
Góðar tvær vikur fyrir Liverpool. En sem betur fer er landsliðsbreik á næsta leiti sem ætti að brjóta þetta aðeins upp. Deildin vissulega orðin jafnari, en held samt ennþá að við United menn tökum þetta.
Það er bara þannig.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég varð bara ennþá veikari við að horfa á þennan ógeðis fyrri háflleik. Ældi svo smá þegar ég horfði upp á Poolara rústa Villa.
Dæmin mín í fjármálatölfræði eru af þessum sökum mesta skita sem sést hefur.
Sindri (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 02:12
já...ég hugsa samt að ég muni aldrei ná að skila af mér meiri skitu og í aðgerðagreiningu, þó svo að þessi dæmi hafi vissulega verið skita
Eymundur Sveinn Leifsson, 23.3.2009 kl. 15:58
Reyndar. Mér hættir til að gleyma þeim niðurgangi.
Sindri (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.