Leita í fréttum mbl.is

Fimm háskólagráður!

Jæja, þá er maður búinn að fylla út umsókn fyrir skiptinám í Háskólanum í Lundi. En sú staðreynd að maður sé að fara þangað svona fékk mig til að byrja bloggið aftur...koma þessu í almennilega í gang fyrir Sverige. Það og ég er ógeðis veikur og hafði gjörsamlega ekkert að gera. En aftur að máli málanna.

Stefnir allt í að við förum þrír saman félagarnir, ég, Sindur "badass" Sverriss og Kúnta "Clouseau" Kinte. Við kjeppz erum farnir að skima eftir leiguhúsnæði þarna í Lundi enda þýðir ekkert að vera með einhverju heimsku liði í svona Dormi þar sem án gríns er gert ráð fyrir svefnfriði kl. 22:00. Ó sei sei nei. Við erum nefnilega þegar komnir með eina reglu, ,Challenge Night síðasta föstudaginn í hverjum mánuði. Einfalt, förum í bæinn og störtum áskorunum á hvern annan. Við tókum einmitt slíkt kvöld um síðustu helgi þar sem menn fóru á kostum. 

Besta áskorun kvöldsins fólst í því að gefa frá sér einhverja peysu sem við fundum á gólfinu við hliðina á básnum okkar. Peysan var augljóslega fyrir kvenfólk og var eitthvað af hárum á henni og svona, en leit samt ekkert skelfilega út. Sindri fór fyrstur og hann þurfti að tala við fyrirfram ákveðna stelpu, köllum hana x, og segja x að kærastan hans hefði sagt honum upp fyrr um daginn en þetta hafi einmitt verið afmælisdagurinn hennar og að peysan sem hann var með átti að vera gjöfin til kærustunnar og að hann vildi gefa x peysuna vegna þess að hún minnti sig á kærustu sína. Skemmst er frá því að segja að þetta mistókst og Sindri kom ekki peysunni út. En þá fór kúntan á kreik. Við sögðum honum að tala við ákveðna stelpu, sem sat á sex stelpna stelpuborði. Samtalið var einhvernveginn á þessa leið:

K: Heyrðu, fyrirgefðu
X: I'm sorry, I'm from America, I don't speak Icelandic.
K: oh, ok...erm, here's the thin...my girlfriend broke up....(segir söguna).
Hérna voru allar stelpurnar á borðinu farnar að fylgjast með Kúntunni.
X: oh no, that's terrible, your girflfriend is vera mean...but I couldn't take the sweater.
K: ok, maybe she broke up with me because I bought this *segir með fýlureiðisrödd* crappy 5000kr sweater.
x: no no, It's a lovely sweater *tekur peysuna og svona...hálffaðmar hana að sér* your girlfriend is just mean for breaking up with you. I'll take the sweater.
x: tell you what, why don't you sit with us and we'll buy you a beer.
k: no, thank you, but my friends are over there waiting for me...and I just want to sit and drink with them. Thank you, and bye.

Nú kom knútur til okkar og við þurftum að þykjast hugga hann ekki bara gefa honum five einsog fávitar og hvað haldið þið. Bandaríska gellan fer sérferð á barinn, kaupir bjór handa kúntunni og kyssir hann á kinnina. Jebb, a worlds first, stelpa að kaupa drykk handa gaur. Drengir allra landa hlýðið á....WE CRACKED THE CODE! Eina sem þarf er subbuleg peysa og heimsk saga.

Lund funfact #1: Dalvík er systurbær Lundar
Lund funfact #2: Sebastian Granqvist (1774-1841), járnsmiður í Lundi, fann upp skófluna einsog við þekkjum hana í dag.

Feikinóg í bili.

p.s. önnur funfactin er lygi....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull. Ég var orðinn enn spenntari að fara til Lundar út af 2. funfactinni. Ánægður með 2005-myndina af mér annars.

Sindri (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eymundur Sveinn Leifsson
Eymundur Sveinn Leifsson

Fátækur námsmaður að súpa seiðið af falli og glapræði frjálshyggjunar.

Comment eru vel liðin, hinsvegar verður öllum dónaskap eytt sem og commentum undir nafnleynd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband