23.6.2009 | 21:58
Jááááá...sæll
Er búinn að öðlast nýja virðingu fyrir fimleikaíþróttinni. Þetta lið er snargeðveikt í hausnum við að láta sér detta þetta í hug. Það er nú þannig að skrifborðið mitt er með gott útsýni yfir fimleikasalinn og þetta er bara rugl. Afhverju ekki að taka heljarstökk á einhverju sem heitir jafnvægisslá? Meiri geðveikin. Svo eiga þessar fimleikastelpur til að vera nokkuð heitar...en þær eru bara svo fáar sem eru réttu megin við strikið (löglegan aldur) en það er bullandi gleði í húsinu þegar þær mæta á svæðið.
Annars fátt að gerast í'essu. Þróttur að gera gott mót, mætti í Krikann um daginn í þessu líka fína 17. júní veðri. 10,5 vindstig og rigning. 4-0 tap staðreynd og hitti svo yfirmanninn minn sem notaði tækifærið og eyddi þeim misskilningi að ég ætti að vera í fríi daginn eftir. Svo má nú geta þess að umfjöllun morgunblaðsins var afburða slök í þetta skiptið. En það er nú bara einsog það er. Hvernig er það annars? Er Eyjólfur Héðinsson ekki að skíta þarna í Svíþjóð? Hugar jafnvel að heimkomu þann 15. júlí? Er með fullkomið lið fyrir drenginn, Þróttur Reykjavík. Öll vötn renna í dalinn þessa dagana, Hjálmar Þórarins, Óli Stefán, Fjalli Þorgeirs, Tryggvi Gumm og Hemmi Hreiðars, allir orðaðir við Þrótt þessa dagana.
Sinkaði Iðnsatöl.
Svo er það að frétta að þeir Eymundur Sveinn Leifsson, Helgi Sigurðarson og Svindur Sverrisson eru farnir að leita sér að íbúð til að leigja. 4 herbergja íbúð niðrí bæ óskast, við erum tilbúnir að borga allt að slikk fyrir. Veit einhver hvernig húsaleigubæturnar virka? Eða þarf maður að geta leyst Rubic's cube til að skilja þetta?
En þá að celebsunum. Já, sagði að Jóhanna Sig væri á gráu svæði, en hef hana þarna samt sem áður þar sem hún var á röltinu inní stúkuna en ekki í stúkunni sjálfri. Ef að formaðurinn fær stjörnur í augun við að sjá Sigga Sveins í golfi (þjálfaði son hans btw) þá ætti hann að lesa bara nýjustu viðbæturnar við listann, ekki nema að hann vilji sleppa því að deyja úr öfund.
Björgvin Páll Gustavsson - í Hagkaupum í skeifunni. Hann var að fá sér pastabakka...um að gera kolvetna sig upp fyrir landsleikina.
Júlíus Brjánsson - í Byko. Hann var að kaupa sér skrúfur og bugður með beikoni (lol). Hver man ekki eftir honum sem ríka eiginmanninum í fastir liðir einsog venjulega. Legendary stöff.
Sigmundur Ernir Rúnarsson - í Básum. Var nokkrum básum frá honum og ég get reportað ykkur að sveiflan hans er engu betri en skarðið sem hann skilur eftir sig á fréttastofu stöðvar 2
Jóhanna Sigurðardóttir - Lessa Íslands og Icesave drottning. Sá hana rölta inná Laugardalsvöll fyrir Ísland-Holland. Kannski á gráu svæði að telja hana í listann, en mér finnst þetta sleppa. Hversu slakur var sá leikur samt?
Raggi Bjarna - Sá hann á bensínstöð að fylla á ameríska drekann sinn. Ræða stærðina á þeim bíl eitthvað? Megið giska á hvaða bensínstöð þetta var og megið líka gera ráð fyrir að hann hafi verið að fylla á bílinn með hangandi hendi.
Gunnar í Krossinum - Var að keyra, á guðs vegum, Ford 250 eða 350 bílinn sinn framhjá Krua Thai á Tryggvagötunni. Hvar fær svona Kóni peninginn til að reka svona bíl? Peningaplott í krossinum, mér segir sá hugur að minnsta kosti.
Brynjar Björn Gunnarsson - Haldiði að kallinn hafi ekki verið að ná í dóttur sína sem er í einu sumarnámskeiðinu þarna í Þrótti. Ræða það eitthvað eða? Ég náttúrulega notaði tækifærið og hraunaði yfir hann fyrir að láta Stefán Gísla, Pálma Rafn og Helga Val halda sér fyrir utan byrjunarlið Íslands.
Það er bara þannig.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki ómerkileg nöfn sem þú hefur bætt á listann þarna. Sá Grétar Rafn Steinsson við Árbæjarlaugina um daginn. Einnig Kristinn Jakobsson og Simma úr Kastljósinu í borgaralegum klæðum á vellinum.
Annars vil ég minnast aftur á pulsurnar þarna á Skalla. Djúpsteikt með hvítlaukssósu og osti er besta þynnkumeðal í heimi (staðfest). Cock solid dót.
Þróttur er að fara að púlla 2008-EymaíIðnaðartölsa á þetta. Til hammara með prófið í ár hins vegar.
Sindri (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 03:55
við skulum ekki gleyma því að 2008-eymiíiðnaðartölsa var dómaraskandall frá a-ö. Þetta var þriðja prófið á jafnmörgum dögum hjá mér og prófið á undan var kl. 13:30-16:30 og iðnsatöl var kl. 9 morguninn eftir. Í sjálfu sér hefur Þróttur tekið 2008-iðnsatöl á þetta því hversu oft hefur Þróttur fengið dóma á móti sér breytt hafa leikjum? Og auðvitað þegja þessir FH-ingar og Valsarar á hinum svokallaða fréttamiðli, mogganum, um það. "jájá, splæsum bara einu m á Dennis Danry, þá hljóta þeir að vera ánægðir með umfjöllunina". Svona hugsa þessir kónar á mogganum.
Þá skulum við heldur ekki gleyma því að Þróttur er búinn að fara í Drulluvíkina, Frostaskjólið, Krikann, Hlíðarenda, Grindavík og Kópavoginn. Þannig að snáfa þú bara á bakvið þitt sveitta skrifborð í kaplakrikanum kallinn minn, þér líður best þar.
Eymundur Sveinn Leifsson, 26.6.2009 kl. 11:26
Jæja, það má blása þessa keppni af. Lenti við hliðina á Hemma Gunn á Miklubrautinni. Lexusinn hans átti ekki séns í Móða.
Sindri (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.